„Ég á mun meira inni“

Linus Olsson.
Linus Olsson. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Sænski knattspyrnumaðurinn Linus Olsson var rúma mínútu að skora sitt fyrsta mark í búningi Fjölnis. Ágúst Gylfason ákvað að fá Svíann í Grafarvoginn í júlí til að Fjölnismenn færu að skora fleiri mörk, og með Olsson í liðinu hefur Fjölnir skorað 16 mörk í 8 leikjum, en aðeins 8 í 9 leikjum án hans.

Olsson skoraði tvö mörk fyrir Fjölni í 4:4-jafnteflinu við Víking í Ólafsvík um helgina, í 18. umferð Pepsi-deildarinnar. Hann er sá leikmaður sem Morgunblaðið beinir sjónum að eftir umferðina, en jafnteflið dugði bæði Fjölni og Víkingi til að vera stigi fyrir ofan fallsæti nú þegar fjórar umferðir eru eftir.

„Ég held að við eigum góða möguleika. Mér finnst eins og að við séum eiginlega aldrei verra liðið í leikjum. Manni finnst við alltaf geta náð í þrjú stig og ég held að við munum ekki lenda í miklum vandræðum,“ sagði Olsson kokhraustur þegar Morgunblaðið ræddi við hann í gær.

Þessi 25 ára gamli kantmaður og framherji kom til Fjölnis frá Nyköbing í Danmörku og hefur stærstan hluta síns ferils leikið í næstefstu deildum Danmerkur og Svíþjóðar, en einnig hálft ár í Bandaríkjunum. Hann kann vel við sig í Grafarvoginum og útilokar ekki að vera áfram hjá Fjölni eftir tímabilið, þó að það velti líklega einnig á því hvort Fjölnismenn leiki áfram í efstu deild:

„Þetta er auðvitað lítill klúbbur en það hafa allir verið mjög vinalegir og manni finnst maður mjög velkominn hérna. Þetta hefur verið ánægjulegt. Það er fjölmargt hér á Íslandi að gera ef maður hefur aldrei komið hingað áður. Við erlendu leikmennirnir í liðinu borðum oftast hádegismat saman og maður finnur sér ýmislegt að gera,“ sagði Olsson.

Sjá allt viðtalið við Olsson í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert