Hver verður Gulldrengurinn?

Gabriel Jesus framherji Manchester City er einn þeirra leikmanna sem …
Gabriel Jesus framherji Manchester City er einn þeirra leikmanna sem koma til greina í valinu. AFP

25 leikmenn hafa verið tilnefndir í kjöri á besta unga leikmanninum í Evrópuboltanum fyrir árið 2016 og er miðað við leikmenn 21 árs og yngri.

Það kemur í ljós í næsta mánuði hver hreppir titilinn „Golden boy“ eða Gulldrengurinn en 30 blaðamenn víðs vegar um Evrópu taka þátt í valinu.

Upphaflega voru 98 leikmenn tilnefndir en nú er búið að skera hópinn niður í 25. Á þeim lista eru leikmenn eins og Kylian Mbappé, Ousmane Dembelé, Gabriel Jesus, Gianluigi Donnarumma og sigurvegari síðasta ár, Renato Sanches.

Leikmennirnir 25 sem koma til greina eru:

  • Aarón Martin, Espanyol
  • Jean-Kévin Augustin, RB Leipzig
  • Rodrigo Bentacur, Juventus
  • Steven Bergwijn, PSV Eindhoven
  • Dominic Calvert-Lewin, Everton
  • Federico Chiesa, Fiorentina
  • Ousmane Dembélé, FC Barcelona
  • Amadou Diawara, Napoli
  • Kasper Dolberg, Ajax
  • Gianluigi Donnarumma, Milan
  • Gabriel Jesus, Manchester City
  • Joe Gomez, Liverpool
  • Benjamin Henrichs, Bayer Leverkusen
  • Borja Mayoral, Real Madrid
  • Kylian Mbappé, Paris Saint-Germain
  • Emre Mor, Celta Vigo
  • Reece Oxford, Borussia Mönchengladbach
  • Christian Pulisic, Borussia Dortmund
  • Marcus Rashford, Manchester United
  • Allan Saint-Maximim, Nice
  • Dominic Solanke, Liverpool
  • Theo Hernandez, Real Madrid
  • Youri Tielemans, Monaco
  • Enes Ünal, Villarreal
  • Kyle Walker-Peters, Tottenham
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert