Benzema falur fyrir 128 milljarða

Zinedine Zidane og Karim Benzema verða báðir hjá Real Madrid …
Zinedine Zidane og Karim Benzema verða báðir hjá Real Madrid næstu árin. AFP

Evrópumeistarar Real Madrid halda áfram að framlengja samninga við lykilmenn sína og í dag var tilkynnt að franski framherjinn Karim Benzema hafi skrifað undir nýjan fjögurra ára samning við Madrídinga.

Benzema fylgir í fótspor Isco, Marcelo og Dani Carvajal sem allir hafa skuldbundið sig við Real upp á síðkastið. Það gerði knattspyrnustjórinn Zinedine Zidane einnig, en fyrri samningur Benzema gilti til ársins 2019.

Benzema er 29 ára gamall og kom til Real frá Lyon árið 2009 og síðan þá hefur hann unnið 14 titla með liðinu. Hann hefur verið orðaður við lið á borð við Arsenal og PSG, en samkvæmt nýja samningnum er talið að hægt sé að kaupa hann á 1 milljarð evra. Það jafngildir rúmlega 128 milljörðum króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert