Landsliðskonur fara í verkfall

Leikmenn argentínska kvennalandsliðsins í knattspyrnu.
Leikmenn argentínska kvennalandsliðsins í knattspyrnu.

Leikmenn argentínska kvennalandsliðsins í knattspyrnu hafa ákveðið að fara í verkfall. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem markvörður liðsins, Elisabeth Minning, setti á twitter síðu sína á miðvikudagskvöldið.

Fram kemur í yfirlýsingunni að leikmenn liðsins hafi kvartað yfir vangoldnum greiðslum, slæmum aðbúnaði við æfingar og slæmu skipulagi við ferðatilhögun liðsins við argentínska knattspyrnusambandið. 

Búningsklefi liðsins sem leikmenn liðsins fá afnot af við æfingaaðstöðu liðsins ekki alla leikmenn liðsins í einu. Völlurinn sem argentínska knattspyrnusambandið notar við æfingar argentínska kvennalandsliðsins er ekki upp á marga fisk að mati leikmanna liðsins.

Fengu ekki hótelgistingu fyrir vináttulandsleik

Þegar liðið ferðaðist í vináttulandsleik gegn Úrúgvæ fyrr í sumar ferðaðist liðið í fimm tíma rútuferð að næturlagi fyrir leikinn. Þá stóðu leikmönnum liðsins ekki til boða að gista á hóteli í kringum leikinn, en þess í stað þurftu leikmenn sofa í rútunni.

Leikmenn liðsins fá um það bil 1000 krónur fyrir hverja æfingu sem þeir telja eðlilega óásættanlegt. Kornið sem fyllti svo mælinn var að leikmenn liðsins hafa ekki fengið greitt fyrir þátttöku sína í leikjum liðsins í Copa America.

Þar sem leikmenn liðsins hafi talað fyrir daufum eyrum hjá forráðamönnum argentínska knattspyrnusambandsins telja þeir að verkfall sé óumflýjanlegt og vona að sú aðgerð leiði til þess að hlustað verði á réttmætar kröfur þeirra. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert