De Boer á leið í spænska boltann?

Frank de Boer.
Frank de Boer. AFP

Hollendingurinn Frank de Boer, sem á dögunum var rekinn úr starfi sem knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Crystal Palace, gæti verið á leið í þjálfarastarfið á nýjan leik.

Fregnir frá Spáni herma að spænska liðið Deportivo La Coruna hafi áhuga á að fá Hollendinginn til starfa en þjálfari liðsins, Pepe Mel, þykir vera orðinn valtur í sessi eftir slakt gengi liðsins á tímabilinu. Liðið tapaði fyrir Espanyol, 4:1, um síðustu helgi og er í fallsæti eftir sex umferðir.

De Boer var ráðinn knattspyrnustjóri Crystal Palace í sumar en Hollendingurinn staldraði stutt við. Hann var rekinn eftir fjóra leiki í deildinni og Roy Hodgson, fyrrverandi landsliðsþjálfari Englendinga, var ráðinn í hans stað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert