Veit ekki hvort ég geti spilað í 90 mínútur

Arda Turan og í baráttu við Theódór Elmar Bjarnason fyrir …
Arda Turan og í baráttu við Theódór Elmar Bjarnason fyrir þremur árum. mbl.is/Ómar Óskarsson

Arda Turan er stærsta nafnið í tyrkneska landsliðinu sem mætir Íslendingum í undankeppni HM í knattspyrnu annað kvöld.

Turan, sem er þrítugur að aldri, er liðsmaður spænska stórliðsins Barcelona þar sem hefur mátt sætta sig við að vera utan liðsins allt tímabilið og hefur ekki spilað neinn leik með því í deildinni eða í Meistaradeildinni.

„„Ég veit ekki hvort ég geti spilað 90 mínútur. Það mun velta  á því hvernig leikurinn spilast en ég mun gera mitt besta," sagði Arda á fréttamannafundi í dag.

„Það er erfitt fyrir mig að spila ekki með Barcelona. Ég lenti í sömu aðstæðum fyrir EM í fyrra en mér fannst ég standa mig vel. Stundum er betra að andlega hliðin sé í lagi heldur en líkamleg og ég mun gera mitt besta ef þjálfarinn ákveður að láta mig spila,“ sagði Turan.




mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert