Framundan stórir leikir hjá Everton

Gylfi Þór Sigurðsson fagnar marki sínu fyrir Ísland gegn Kósóvó.
Gylfi Þór Sigurðsson fagnar marki sínu fyrir Ísland gegn Kósóvó. mbl.is/Kristinn Magnússon

Gylfi Þór Sigurðsson leikur með liði sínu Everton gegn Brighton and Hove Albion í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla í áttundu umferð deildarinnar á sunnudaginn kemur. Gylfi Þór snýr til baka til Liverpool eftir að hafa átt í því að tryggja Íslandi sæti í lokakeppni HM 2018 í byrjun vikunnar.

Gylfi Þór skoraði fyrra mark Íslands í 2:0-sigrinum gegn Kósóvó í lokaumferð riðlakpeppninnar á mánudaginn var og lagði upp seinna markið fyrir Jóhann Berg Guðmundsson. Ísland tryggði sér með sigrinun sætið í lokakeppni HM í fyrsta skipti í sögunni. 

Gylfii Þór hefur lítinn tíma til þess að vera uppi í skýjunum og fagna HM-sætinu þar sem framundan eru mikilvægir leikir fyrir Everton sem hefur hafið leiktíðina illa í deildinni.

„Það að komast í lokakeppni HM er eitthvað sem hefur verið stefnt að á Íslandi í langan tíma. Það er frábært að við höfum náð að tryggja okkur á stærsta svið knattspyrnunnar. Þetta er mikið afrek og ég er afar stoltur þessa stundina. Vikan hefur verð góð hjá mér og það var gaman að fagna áfanganum á Íslandi á mánudaignn. Nú einbeiti ég mér hins vegar að Everton,“ sagði Gyfli Þór í samtali við sjónvarpsstöð Everton. 

„Við verðum að komast aftur á sigurbraut. Það voru mikil vonbrigði að tapa gegn Burnley í síðustu umferð deildarinnar. Það er mikilvægt að fara að hala inn stigum og við stefnum á að bæta stigasöfnunina á sunnudaginn. Framundan er stór vika hjá okkur með þremur leikjum á átta dögum. Það væri gott að fara með jákvæða niðurstöðu úr leiknum á sunnudaginn inn í næstu viku, sagði Gylfi Þór enn fremur.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert