Kristján og Guðmundur nálgast efstu deild

Kristján Flóki Finnbogason
Kristján Flóki Finnbogason Ljósmynd/ikstart.no

Kristján Flóki Finnbogason og Guðmundur Kristjánsson og liðsfélagar þeirra hjá norska B-deildarliðinu Start eru komnir ansi nálægt sæti í efstu deild eftir 4:2-sigri á Ranheim á heimavelli í dag. 

Start er í 2. sæti með 52 stig, fjórum stigum meira en Sandnes Ulf sem er í þriðja sæti, en efstu tvö liðin fara beint upp í efstu deild. Nokkuð er síðan Bodø/Glimt tryggði sér sæta sætið og sæti í efstu deild bendir allt til þess að Start fylgi Oliver Sigurjónssyni og félögum upp. 

Kristján Flóki spilaði allan leikinn fyrir Start í dag en Guðmundur Kristjánsson var allan tímann á varamannabekknum. Start mætir botnliði Arendal í næstu umferð og fer ansi langt með að tryggja sæti sitt í efstu deild með sigri. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert