Liverpool mætir andstæðingum FH í kvöld

Atli Guðnason reynir að komast framhjá varnarmanni Maribor í sumar.
Atli Guðnason reynir að komast framhjá varnarmanni Maribor í sumar. mbl.is/Árni Sæberg

Átta leikir fara fram í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í kvöld þar sem nokkrar áhugaverðar viðureignir fara fram.

Evrópumeistarar Real Madrid taka á móti Tottenham, en ekki er búist við að Gareth Bale geti mætt sínu gamla liði vegna meiðsla. Liðin eru jöfn á toppi síns riðils með fullt hús eftir tvo leiki.

Manchester City tekur á móti Napoli frá Ítalíu, en City hefur unnið báða leiki sína til þessa í riðlinum. Þá ferðast Liverpool til Slóveníu og mætir Maribor, sem mætti FH í sumar.

Hafnfirðingar töpuðu þá samanlagt 2:0 í þriðju umferð forkeppni Meistaradeildarinnar, en Maribor fór svo að lokum alla leið í riðlakeppnina.

Leikir kvöldsins sem hefjast klukkan 18.45:

Spartak Moskva – Sevilla
Maribor – Liverpool
Man City – Napoli
Feyenoord – Shakhtar
Mónakó – Besiktas
Leipzig – Porto
APOEL – Dortmund
Real Madrid - Tottenham

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert