Eins og það sé glæpur að spila góða vörn

José Mourinho á hliðarlínunni í kvöld.
José Mourinho á hliðarlínunni í kvöld. AFP

José Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, var vitaskuld ánægður með 1:0-útisigur sinna manna á Benfica í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Marcus Rashford skoraði eina mark leiksins úr aukaspyrnu langt utan af velli. 

„Við stjórnuðum leiknum og David de Gea þurfti ekki að verja eitt einasta skot. Við vorum aldrei líklegir til að fá á okkur mark. Stundum finnst mér eins og það sé glæpur að spila góða vörn, en það er líklegt til árangurs. Við erum einu stigi frá því að komast upp úr riðlinum og einum sigri frá því að vinna hann,“ sagði Mourinho við fjölmiðla eftir leik. 

„Við vissum að Benfica gæti ekki varist jafn-vel og Liverpool gerði í síðasta leik og við vissum að markið myndi koma á endanum,“ sagði hann að lokum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert