Hvernig svarar Chelsea?

Eden Hazard og félagar hans hjá Chelsea mæta Roma í …
Eden Hazard og félagar hans hjá Chelsea mæta Roma í kvöld. AFP

Englandsmeistarar Chelsea og Manchester United geta í kvöld stigið stórt skref í átt að 16 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu.

Manchester United sækir Benfica heim í Lissabon. United hefur unnið báða leiki sína í riðlinum en Benfica er án stiga. Með sigri kemur Manchester-liðið sér í góða stöðu til að komast upp úr riðlakeppni Meistaradeildarinar í fyrsta sinn frá tímabilinu 2013-14.

Chelsea tekur á móti Roma en líkt og United hefur Chelsea unnið báða leiki sína en Roma er í öðru sæti riðilsins með fjögur stig. Chelsea hefur tapað tveimur deildarleikjum í röð og Antonio Conte, stjóri Lundúnaliðsins, vill snúa þeirri þróun við gegn Roma, sem hefur aðeins unnið einn af 15 leikjum sínum á Englandi.

Reiknað er með að spænski framherjinn Alvaro Morata snúi aftur inn í lið Chelsea eftir að hafa jafnað sig af meiðslum en franski miðjumaðurinn N'Golo Kante verður fjarri góðu gamni í liði Englandsmeistaranna. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert