Leik Dana og Svía hefur verið aflýst

Pernille Harder, er fyrirliði danska kvennalandsliðsins í knattspyrnu.
Pernille Harder, er fyrirliði danska kvennalandsliðsins í knattspyrnu. AFP

Enn er allt hnút í deilu leikmanna danska kvennalandsliðsins í knattspyrnu við danska knattspyrnusambandið. Deila snýst í stuttu máli að leikmenn kvennalandsliðsins vilja fá bónusgreiðslur til jafns við leikmenn danska karlalandsliðsins í knattspyrnu.

Fram kom á fréttamannafundi sem danska knattspyrnusambandið hélt í morgun að leikur Danmerkur og Svíþjóðar í undankeppni HM 2019 sem fram átti að fara á föstudaginn kemur hafi verið aflýst vegna deilunnar. 

Fram kemur í frétt Berlingske Tidende að það geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir danska knattspyrnusambandið að aflýsa þessum leik. Dansk knattspyrnusambandið verður líklega sektað af alþjóða knattspyrnusambandinu, FIFA, fyrir að mæta ekki til leiks.

Þar að auki gæti FIFA brugðið til þess ráðs að vísa danska liðinu úr keppni í undankeppni HM ef lausn fæst ekki í deiluna. Einnig gæti þátttaka á næstu Ólympíuleikum og í undankeppni Evrópumótsins verið teflt tvísýnu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert