Líður eins og sirkustrúði

Søren Randa-Boldt.
Søren Randa-Boldt. Ljósmynd/UEFA

Søren Randa-Boldt, landsliðsþjálfari danska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, er allt annað en sáttur við þá stöðu sem komið hefur upp hjá liðinu síðustu mánuði. Vegna deilna um bónusgreiðslur hefur leik Dana og Svía í undankeppni HM verið aflýst. 

Randa-Bodt mætti á hótel í Svíþjóð í undirbúningi fyrir leikinn, en þar var enginn leikmaður sjáanlegur. Þjálfarinn hefur ekki heyrt í þeim síðan síðasta sunnudag. 

„Ég er pirraður yfir að ekki sé búið að leysa þessa stöðu. Ég hélt ég hefði verið ráðinn sem fótboltaþjálfari, en ekki í sirkus. Mér líður eins og sirkustrúði sem hefur verið troðið upp í munninn á fílum,“ sagði hann í samtali við BT.dk. 

Hann vonast til að leikurinn gegn Króatíu á þriðjudaginn kemur fari fram. „Ég er bara að gera það sem ég get. Ég undirbý næsta dag. Vonandi getum við spilað leikinn á móti Króatíu en þetta lítur ekki vel út.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert