Gylfi lagði upp og skaut í stöng

Lyon vann Everton 2:1 á Goodison Park á Englandi í kvöld í leik liðanna í E-riðli keppninnar í fjörugum leik. Landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson kom inn á sem varamaður í lið Everton og lagði upp eina mark Everton með frábærri aukaspyrnu í síðari hálfleik og skaut í stöng skömmu síðar.

Sjá frétt mbl.is: Alltaf horft á stjórann

Wayne Rooney var hvíldur í kvöld og ekki í leikmannahópi heimamanna.

Nabil Fekir kom Lyon yfir strax á 6. mínútu úr vítaspyrnu eftir að Mason Holgate hafði brotið  afskaplega klaufalega af sér innan vítateigs er hann þrumaði hreinlega Fernando Marcal niður í teignum. Fekir skoraði svo örugglega úr vítaspyrnunni og staðan 1:0 í hálfleik.

Gylfi Þór kom inn á 57. mínútu og lét fljótlega til sín taka. Hann tók aukaspyrnu á 69. mínútu sem rataði beint á fyrrum liðsfélaga sinn hjá Swanesa, Ashley Williams, og staðan 1:1. Skömmu áður var allt við það að sjóða upp úr er Williams stjakaði við Lopes, markverði Lyon, sem varð þess valdandi að hann rann út af velilnum og nálægt áhorfendum Everton. Einn áhorfandi náði að ýta við Lopes við litla hrifningu leikmanna Lyon.

Aukaspyrnur Gylfa Þórs eru ávallt hættulegar og á 73. mínútu tók han aðra slíka. Fór hún að þessu sinni í gegnum allan leikmannahópinn inni á teignum og í fjærstöngina og út í teig og náðu Lyon-menn naumlega að bjarga í horn.

Stemningin var mikil Everton-megin eftir markið og sigurmark Bertrand Traore fyrir Lyon kom nánast eins og þruma úr heiðskíru lofti en hann gerði afar vel er hann stýrði boltanum með hælnum í markið eftir skyndisókn Frakkanna. Staðan allt í einu orðin 2:1. Everton-menn gerðu hvað þeir gátu til að jafna metin undir lokin en höfðu ekki árangur sem erfiði.

Pressan eykst því enn frekar á Ronald Koeman, stjóra Everton, en liðið hefur aðeins eitt stig eftir þrjá leiki í H-riðli, hefur átta stig eftir átta leiki í ensku úrvalsdeildinni í neðri hluta deildarinnar og aðeins unnið tvo af síðustu 12 leikjum.

Everton 1:2 Lyon opna loka
90. mín. Leik lokið Enn einn tapleikurinn hjá Everton.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert