Rasismi aðdáenda Roma fyrir aganefnd

Leikmenn Roma fagna marki Edin Dzeko gegn Chelsea með stuðningsmönnum …
Leikmenn Roma fagna marki Edin Dzeko gegn Chelsea með stuðningsmönnum sínum á miðvikudagskvöldið. AFP

Aganefnd evrópska knattspyrnusambandsins, UEFA, mun taka fyrir kynþáttafordóma sem stuðningsmenn Roma beindu í átt að Antonio Rüdiger, leikmanni Chelsea, í leik liðanna í Meistaradeild Evrópu á miðvikudagskvöldið. 

Nokkrir stuðningsmanna Roma gáfu frá sér apahljóð þegar Rüdiger var með boltann og var í baráttunni í leiknum sem fram fór á Stamford Bridge. Leik liðanna lyktaði með 3:3-jafntefli. Aganefnd UEFA mun taka málið fyrir 16. nóvember. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert