Kristján Flóki og Guðmundur í góðum málum

Kristján Flóki Finnbogason í leik með FH síðasta sumar.
Kristján Flóki Finnbogason í leik með FH síðasta sumar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kristján Flóki Finnbogason, Guðmundur Kristjánsson og félagar þeirra hjá Start eru komnir langleiðina upp í norsku úrvalsdeildina í knattspyrnu karla eftir 2:0-sigur liðsins gegn Arendal í 28. umferð norsku B-deildarinnar í dag.

Kristján Flóki lék allan tímann í framlínu Start, en Guðmundur, sem mun ganga til liðs við FH eftir áramót, sat allan tímann á varamannabekk liðsins.

Start er í öðru sæti deildarinnar með 55 stig og er sjö stigum á undan Sandnes sem getur fengið mest níu stig í viðbót í deildinni á yfirstandandi leiktíð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert