Fagnið tileinkað íslenska landsliðinu

Diego Jóhannesson.
Diego Jóhannesson. Ljósmynd/Real Oviedo

Diego Jóhannesson skoraði sitt fyrsta mark fyrir aðallið Real Oviedo í 2:0-sigrinum á Córdoba í spænsku B-deildinni í knattspyrnu í gærkvöldi. Hann gulltryggði þá sigurinn í uppbótartíma. Diego, sem hefur leikið einn landsleik fyrir íslenska landsliðið, hefur leikið með Oviedo allan ferilinn.

Hann var spurður út í fagnaðarlætin sín er hann skoraði markið, en Diego ákvað að henda í lauflétt Víkingaklapp til að fagna. „Ég ákvað að fagna svona því íslenska landsliðið er komið á HM,“ sagði Diego í samtali við heimasíðu félagsins. 

Markið hjá bakverðinum má sjá í myndbandinu hér að neðan. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert