Hannes og félagar áfram í botnsætinu

Hannes Þór Halldórsson.
Hannes Þór Halldórsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Vandræði landsliðsmarkvarðarins Hannesar Þórs Halldórssonar og félaga hans í danska úrvalsdeildarliðinu Randers halda áfram.

Randers, sem skipti um þjálfara á dögunum eftir að Ólafur H. Kristjánsson sagði skilið við liðið, gerði í kvöld 1:1 jafntefli heimavelli við AaB og situr sem fastast í botnsæti deildarinnar. Liðið hefur aðeins unnið einn af 13 leikjum sínum og er aðeins með átta stig.

Hannes Þór stóð á milli stanganna í kvöld og gat ekki komið í veg fyrir að Frederik Boersting skoraði á 82. mínútu leiksins en í uppbótartíma jafnaði Erik Marxen metin fyrir Randers.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert