Svíar réðu ekki við sig af gleði (myndskeið)

Gleðin var innileg hjá Svíum í leikslok.
Gleðin var innileg hjá Svíum í leikslok. AFP

Svíþjóð tryggði sér í kvöld sæti á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu næsta sumar eftir sigur gegn Ítalíu í einvígi þjóðanna í umspili. Það er óhætt að segja að Svíar hafi ekki ráðið við sig í gleðinni.

Þegar farseðillinn til Rússlands var í höfn í leikslok ruddust sænsku landsliðsmennirnir í gleði sinni í beina útsendingu sem var í gangi við hliðarlínuna og það er óhætt að segja að útkoman hafi verið skrautleg.

Þetta skemmtilega atvik má sjá í meðfylgjandi myndskeiði.

mbl.is