Eina liðið sem er komið á HM 2022

Gylfi Þór Sigurðsson, Birkir Bjarnason og félagar þeirra hjá íslenska …
Gylfi Þór Sigurðsson, Birkir Bjarnason og félagar þeirra hjá íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu mæta Katar í Doha síðdegis í dag. mbl.is/Golli

Síðasti andstæðingur íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu á þessu ári er eina liðið sem þegar hefur tryggt sér keppnisrétt á heimsmeistaramótinu árið 2022. Það eru Katarbúar sem eru umdeildir gestgjafar mótsins eftir fimm ár en Ísland mætir þeim í lokaleik alþjóðlega mótsins í Katar á þeirra heimavelli í Doha í dag klukkan 16.30 að íslenskum tíma.

Þetta verður fyrsta viðureign milli Íslands og Katar frá upphafi en Katarbúar hafa aldrei náð að skipa sér í röð fremstu knattspyrnuþjóða Asíu. Þeir hafa aldrei verið fulltrúar álfunnar í lokakeppni HM. Þeim tókst að komast í tólf liða lokaúrslitin með því að vinna sinn undanriðil þar sem þeir voru á undan Kína, Hong Kong, Maldíveyjum og Bútan. Katarbúar unnu sjö af átta leikjum sínum gegn þessum liðum með markatölunni 29:4 og fóru áfram ásamt Kínverjum.

Í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag fer Víðir Sigurðsson vel yfir lið Katar sem mun mætir Íslandi í vináttulandsleik í Doha klukkan 16.30 síðdegis í dag.  

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert