Verðlaunagripur HM til Íslands

Þjóðverðar lyftu verðlaunagripnum eftirsótta árið 2014.
Þjóðverðar lyftu verðlaunagripnum eftirsótta árið 2014. AFP

Verðlaunagripurinn eftirsótti sem spilað verður um á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu næsta sumar verður til sýnis hér á landi síðar í vetur, en hann verður á ferðalagi til yfir 50 landa áður en mótið hefst.

Þetta mun vera í fjórða sinn sem verðlaunagripurinn fer í slíka reisu í aðdraganda heimsmeistaramóts og er vel við hæfi að hann komi við hér á landi enda Ísland á leið á HM í fyrsta sinn. Gripurinn verður til sýnis þann 25. mars næstkomandi.

Ferðalag bikarsins hófst í september 2017 í Rússlandi og mun spanna yfir 50 lönd í sex heimsálfum og um 126,000 kílómetra á þeim níu mánuðum fram að keppninni sjálfri, HM2018. Í Rússlandi einu mun bikarinn heimsækja 25 borgir — en það er lengsta viðvera bikarsins hjá gestgjafa síðan ferðalögin hófust — þar sem einn af hverjum þremur Rússum hefur tækifæri til að sjá bikarinn með eigin augum,” segir í tilkynningu.

mbl.is