Glódís úr leik í Meistaradeildinni

Glódís Perla Viggósdóttir er úr leik í Meistaradeildinni.
Glódís Perla Viggósdóttir er úr leik í Meistaradeildinni. AFP

Íslendingaliðið Rosengård frá Svíþjóð er úr leik í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu kvenna eftir annað tap fyrir enska liðinu Chelsea í 16-liða úrslitunum í kvöld, 1:0. Chelsea vann einvígið samanlagt 4:0.

Glódís Perla Viggósdóttir spilaði allan tímann í vörn Rosengård í leiknum, en Andrea Thorisson var ónotaður varamaður. María Þórisdóttir, landsliðskona Noregs, lék í klukkutíma fyrir Chelsea en mark liðsins skoraði Ji So-Yeon snemma í síðari hálfleik.

Spænska liðið Barcelona er einnig komið áfram í 8-liða úrslitin eftir sigur á Gintra frá Litháen 3:0 og samanlagt 9:0. Alexia Putellas, Toni Duggan og Ana Alekperova skoruðu mörk Barcelona.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert