Danska kvennalandsliðinu dæmdur ósigur

Pernille Harder, er fyrirliði danska landsliðsins í knattspyrnu.
Pernille Harder, er fyrirliði danska landsliðsins í knattspyrnu. AFP

Danska kvennalandsliðinu í knattspyrnu hefur verið dæmdur ósigur gegn Svíþjóð í undankeppni heimsmeistaramótsins. Leiknum var aflýst í síðasta mánuði þegar deilur innan danska knattspyrnusambandsins stóðu sem hæst.

Deila snýst í stuttu máli að leikmenn kvennalandsliðsins vilja fá bónusgreiðslur til jafns við leikmenn danska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Aflýsa þurfti leiknum en danska kvennalandsliðið í komst að tímabundnu samkomulagi við knattspyrnusambandið eftir langar samningalotur og spilaði næsta leik á eftir við Ungverja.

UEFA úrskurðaði í dag um úrslitin í leik Dana og Svía, en auk þess að tapa leiknum 3:0 verður Dönum meinaður aðgangur að keppnum UEFA ef viðlíkar aðstæður koma upp á næstu fjórum árum. Möguleiki var á að Dönum yrði vísað úr undankeppninni, en til þess kom ekki.

Danir hafa unnið tvo leiki í undanriðlinum og eftir úrskurðinn í dag er liðið með sex stig eftir þrjá leiki. Svíar eru hins vegar með fullt hús stiga, níu talsins, eftir þrjá leiki eftir úrskurðinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert