HM á skilið að hafa Eriksen

Christian Eriksen
Christian Eriksen AFP

„HM á skilið að hafa Christian Eriksen. Hann er frábær leikmaður, einn af tíu bestu fótboltamönnum heims í dag og er liðinu ákaflega mikilvægur,“ segir Norðmaðurinn Åge Hareide, landsliðsþjálfari Dana, um miðjumanninn sem átti stærstan þátt í að tryggja Dönum farseðilinn á HM.

Í fyrsta sinn á ferli sínum sem leikmaður eða þjálfari er Hareide á leið á HM. Hareide hefur verið í þjálfun frá árinu 1985 eftir að hafa spilað með norska landsliðinu í áratug, frá 1976 til 1986.

Hann var landsliðsþjálfari Norðmanna frá 2003 til 2008. „Ég missti af sæti á HM árið 2005 með Norðmönnum og það var virkilega sárt fyrir mig. Þetta er frábært mig, fyrir leikmennina og Danmörk í heild. Þetta er mikil lyftistöng fyrir danska fótboltann og áhuginn á fótboltanum verður gríðarlega mikill næsta vor og sumar,“ segir Hareide. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert