Ísland væri í versta riðli Englands á HM

Einn af verstu mögulegu riðlum Englands væri að enda með …
Einn af verstu mögulegu riðlum Englands væri að enda með Íslandi. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Englendingar eru ekki búnir að gleyma tapinu fyrir Íslandi í 16-liða úrslitum Evrópumótsins í knattspyrnu á síðasta ári, en þjóðirnar gætu endað saman í riðli á heimsmeistaramótinu í Rússlandi næsta sumar.

Nú þegar orðið er ljóst hvaða þjóðir eru í hvaða styrkleikaflokki eru margir farnir að raða upp sínum draumariðlum eða mögulegum verstu riðlum sinna þjóða. Miðillinn Independent er engin undantekning frá því og kemur með áhugaverða greiningu fyrir enska landsliðið sem er í öðrum styrkleikaflokki.

Með því að taka fyrir FIFA-listann segir Independent að besti riðill Englands yrði að vera með Rússlandi, Senegal og Sádi-Arabíu. Versti riðillinn miðað við FIFA-listann yrði að vera með Þýskalandi, Kostaríku og Nígeríu, en blaðamenn miðilsins eru hins vegar á öðru máli.

„Það er auðvelt að búa sjálfur til riðil sem væri ef til vill verri en sá versti samkvæmt FIFA-listanum. England gæti alveg eins verið í riðli með Brasilíu, Svíþjóð og Japan eða þá með Argentínu, Íslandi og Suður-Kóreu,“ segir í umfjöllun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert