Mót fyrir ekki-HM-liðin?

Andrea Belotti og samherjar hans í ítalska liðinu þurfa að …
Andrea Belotti og samherjar hans í ítalska liðinu þurfa að sleikja sárin. AFP

Bandaríska knattspyrnusambandið íhugar að halda mót í Bandaríkjunum næsta sumar og bjóða á mótið nokkrum af þeim þjóðum sem náðu ekki að vinna sér keppnisréttinn í úrslitakeppni HM í Rússlandi næsta sumar.

Meðal þeirra þjóða sem Bandaríkjamenn hyggjast bjóða þátttöku á mótinu eru Ítalía, Holland, Gana, Síle og Fílabeinsströndin en allar þessar þjóðir misstu af farseðli til Rússlands sem og Bandaríkjamenn.

Mótið yrði haldið áður en HM í Rússlandi fer fram og eftir að deildarkeppnunum lýkur.

Ítalir verða ekki með á HM í fyrsta sinn í 60 ár, Bandaríkjamönnum mistókst að vinna sér sæti á HM í fyrsta sinn frá árinu 1986 og Hollendingar og Ganamenn hafa verið með á öllum HM-mótum frá 2002. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert