Styrkleikaflokkar á HM

Ísland getur ekki lent með Dönum í riðli á HM. …
Ísland getur ekki lent með Dönum í riðli á HM. Hér er Christian Eriksen í leiknum gegn Írum. AFP

Hinn 1. desember, á fullveldisdegi Íslendinga, verður dregið í riðla í úrslitakeppni HM í knattspyrnu og fer drátturinn fram í Moskvu. Undankeppni HM lauk í nótt þegar Perú og Nýja-Sjáland áttust við. Ljóst er að Ísland verður í 3. styrkleikaflokki en svona líta þeir út:

1. styrleikaflokkur: Rússland, Þýskaland, Brasilía, Portúgal, Argentína, Belgía, Pólland, Frakkland.

2. styrkleikaflokkur: Spánn, Perú, Sviss, England, Kólumbía, Mexíkó, Úrúgvæ, Króatía.

3. styrkleikaflokkur: Danmörk, ÍSLAND, Kostaríka, Svíþjóð, Túnis, Egyptaland, Senegal, Íran.

4. styrkleikaflokkur: Serbía, Nígeria, Ástralía, Japan, Marokkó, Panama, Suður-Kórea, Sádi-Arabía.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert