Milos þjálfar í sænsku C-deildinni

Milos Milojevic
Milos Milojevic mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Milos Milojevic fyrrverandi þjálfari karlaliða Víkings og Breiðabliks í knattspyrnu hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari sænska liðsins Mjällby. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins.

Auk þess að vera aðstoðarþjálfari liðsins mun Milos yfirmaður akademíu félagsins en Mjällby hafnaði í öðru sæti í suðurriðli sænsku C-deildarinnar og tapaði á dögunum fyrir Örgryte í umspili um sæti í B-deildinni á næsta ári.

Milos yfirgaf Víking í byrjun tímabilsins eftir þriggja ára starf og tók við þjálfun Breiðabliks eftir að Arnari Grétarssyni var vikið frá störfum eftir aðeins tvær umferðir í Pepsi-deildinni. Undir stjórn Milosar höfnuðu Blikarnir í 6. sæti og var honum ekki boðinn nýr samningur við félagið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert