Gunnhildur tapaði í bikarúrslitum

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir í leik með íslenska kvennalandsliðinu í knattspyrnu.
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir í leik með íslenska kvennalandsliðinu í knattspyrnu. Ljósmynd/Pavel Jirik

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir spilaði allan leikinn fyrir Vålerenga þegar liðið beið ósigur, 1:0, gegn Avaldsnes í úrslitaleik norsku bikarkeppninnar í knattspyrnu kvenna í dag.

Gunnhildur Yrsa bar að vanda fyrirliðaband Vålerenga í leiknum.

Það var norski landsliðsframherjinn Elise Hove Thorsnes sem tryggði Avaldsnes sigurinn í leiknum og þar af leiðandi bikarmeistaratitilinn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert