Napoli styrkti stöðu sína á toppnum

Piotr Zielinski fagnar marki sínu fyrir Napoli gegn AC Milan …
Piotr Zielinski fagnar marki sínu fyrir Napoli gegn AC Milan í leik liðanna í kvöld. AFP

Napoli náði fjögurra stiga forskoti á toppi ítölsku efstu deildarinnar í knattspyrnu karla með 2:1-sigri sínum gegn AC Milan í kvöld. Lorenzo Insigne og Piotr Zielinski skoruðu mörk Napoli í leiknum, en Alessio Romagnoli skoraði mark AC Milan.

Fyrr í kvöld bar Roma sigurorð af Lazio í nágrannaslag á Ólympíuleikvanginum í Róm. Diego Perotti og Radja Nainggolan komu Roma tveimur mörkum yfir áður en Ciro Immobile minnkaði muninn fyrir Lazio. 

Napoli trónir á toppi deildarinnar með 35 stig eftir sigurinn í kvöld, en Juventus sem á leik til góða á Napoli er í öðru sæti deildarinnar með 31 stig.

Roma er í þriðja sæti deildarinnar með 30 stig, Lazio er fimmta sæti deildarinnar með 28 stig og AC Milan er sjöunda sæti deildarinnar með 19 stig 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert