Árni fallinn niður um deild

Árni Vilhjálmsson í treyju Jönköping Södra.
Árni Vilhjálmsson í treyju Jönköping Södra. Ljósmynd/Heimasíða Jönköping Södra

Árni Vilhjálmsson er fallinn með félagi sínu Jönköping Södra niður í sænsku B-deildina í knattspyrnu eftir að hafa tapað umspilseinvígi við Trelleborg samanlagt 3:1.

Jönköping  hafnaði í þriðja neðsta sæti sænsku úrvalsdeildarinnar og þurfti liðið því að fara í einvígi við Trelleborg sem hafnaði í þriðja sæti B-deildarinnar um hvort liðið yrði í efstu deild að ári. Trelleborg vann fyrri leikinn 2:1 og eftir að liðin gerðu 1:1-jafntefli í dag var ljóst að þau hafa sætaskipti milli deilda.

Árni Vilhjálmsson var ónotaður varamaður hjá Jönköping í dag, en hann skoraði eitt mark á sínu fyrsta tímabili í sænsku úrvalsdeildinni í ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert