Hannes komst úr botnsætinu

Hannes Þór Halldórsson.
Hannes Þór Halldórsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður í knattspyrnu, vann afar mikilvægan sigur í dönsku úrvalsdeildinni í dag þegar lið hans Randers lagði Lyngby á útivelli 3:1.

Hannes stóð vaktina allan tímann í marki Randers sem var 2:0 yfir í hléi. Lyngby, sem lék án Hallgríms Jónassonar sem er að koma til baka eftir meiðsli, minnkaði muninn í síðari hálfleik en Randers innsiglaði sigurinn í uppbótartíma og þar við sat, lokatölur 3:1.

Þetta var aðeins þriðji sigur Randers í 16 leikjum í deildinni í ár og er liðið nú með 14 stig ásamt Silkeborg í 12. og þriðja neðsta sæti deildarinnar. Lyngby er í 9. sætinu með 18 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert