Sara skoraði og fór á toppinn

Sara Björk Gunnarsdóttir rís hér hæst í fagnaðarlátum Wolfsburg.
Sara Björk Gunnarsdóttir rís hér hæst í fagnaðarlátum Wolfsburg. Ljósmynd/vfl-wolfsburg.de

Sara Björk Gunnarsdóttir var á skotskónum fyrir Wolfsburg þegar liðið skaust á ný á toppinn í þýsku 1. deildinni í knattspyrnu eftir 4:0-útisigur gegn Essen í dag.

Sara Björk lék allan tímann á miðjunni hjá Wolfsburg og skoraði þriðja mark liðsins á 58. mínútu eftir að staðan hafði verið 2:0 í leikhléi.

Sigurinn fleytti Wolfsburg aftur á toppinn með 22 stig eftir 9 leiki, en liðið er jafnt Bayern München að stigum.

Þetta var 200. deildaleikur Söru á ferlinum og fyrsta mark hennar í þýsku deildinni á þessu tímabili. Hún hefur hinsvegar skorað fjögur mörk í Meistaradeildinni í vetur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert