Hættur tæpri viku eftir HM-sætið

Ange Postecoglou stýrði Ástralíu á HM og hætti svo.
Ange Postecoglou stýrði Ástralíu á HM og hætti svo. AFP

Ange Postecoglou hefur sagt starfi sínu lausu sem landsliðsþjálfari Ástralíu í knattspyrnu, tæpri viku eftir að hafa komið landsliðinu inn á heimsmeistaramótið sem fram fer í Rússlandi næsta sumar.

Postecoglou er 52 ára gamall Grikki með ástralskt ríkisfang, en hann tók við landsliðinu árið 2013. Honum var boðinn nýr samningur hjá ástralska knattspyrnusambandinu en ákvað að stíga til hliðar sem hann segir hafa verið mjög erfiða ákvörðun.

Ástralía vann Hondúras í umspilseinvígi um sæti á HM, en óvíst er nú hver mun stýra landsliðinu í Rússlandi næsta sumar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert