Sagði frá krabbameini í hálfleiksræðu gegn Liverpool

Leikmenn Sevilla hlupu til Eduardo Berizzo og fögnuðu eftir dramatískt …
Leikmenn Sevilla hlupu til Eduardo Berizzo og fögnuðu eftir dramatískt jafntefli. AFP

Sevilla vann upp þriggja marka forskot Liverpool í hálfleik í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu í gærkvöldi, en hálfleiksræða þjálfara liðsins gæti sennilega ekki hafa verið meira frá hjartanu.

Eduardo Berizzo, sem tók við Sevilla í sumar, greindi leikmönnum sínum frá því í hálfleik að hann væri greindur með krabbamein í blöðruhálskirtli. Staðan var þá 3:0 fyrir Liverpool, en Sevilla skoraði þrjú mörk í síðari hálfleik og leikurinn fór 3:3. Þegar jöfnunarmarkið kom í lokin hlupu allir leikmenn til Berizzo og gleðin var mikil.

„Við þurftum að koma inn í síðari hálfleikinn með annað viðhorf fyrir stuðningsmennina og fyrir stjórann okkar. Og stjórinn sá til þess að við spiluðum svona,“ sagði Ever Banega leikmaður Sevilla.

Búist er við því að Sevilla sendi frá sér formlega tilkynningu um málið í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert