Mikilvægt fyrsta mark og valinn bestur

Guðlaugur Victor Pálsson
Guðlaugur Victor Pálsson Ljósmynd/FC Zürich

Guðlaugur Victor Pálsson kom Zürich á bragðið í 3:1 sigri liðsins á St. Gallen í efstu deild Sviss í knattspyrnu í gær í slag liðanna í efri hluta deildarinnar. Markið skoraði Victor á 7. mínútu leiksins.

Þetta er fyrsta deildarmark hans í Sviss eftir að hann kom til Zürich frá Esbjerg í sumar. Hann var svo útnefndur besti maður leiksins af svissneska blaðinu Blick og er að sjálfsögðu í liði vikunnar.

Sigurinn var afar mikilvægur fyrir Zürich en liðið er nú fjórum stigum fyrir ofan St. Gallen í 3. sæti deildarinnar. Zürich er með 28 stig, fjórum stigum á eftir meisturum Basel og átta stigum á eftir Young Boys, nú þegar 17 umferðum er lokið og tvær umferðir eftir fram að jólafríi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert