32 lið eftir í Evrópudeildinni og enginn Íslendingur

Leikmenn og stuðningsmenn Rauðu stjörnunnar frá Serbíu fögnuðu vel í …
Leikmenn og stuðningsmenn Rauðu stjörnunnar frá Serbíu fögnuðu vel í kvöld. AFP

Riðlakeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu lauk í kvöld og þá kom endanlega í ljós hvaða lið verða í hattinum þegar dregið verður í 32ja liða úrslit keppninnar mánudaginn 11. desember.

Í riðlakeppninni voru 12 riðlar og komust tvö lið upp úr hverjum. Að auki bætast við þau lið sem höfnuðu í þriðja sæti í átt riðlum Meistaradeildarinnar sem einnig lauk í vikunni. Það eru því 32 lið í pottinum.

Ekkert Íslendingalið er í hattinum að þessu sinni, en þau féllu öll úr leik í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Það voru Gylfi Þór Sigurðsson og lið Everton, Viðar Örn Kjartansson og lið Maccabi Tel Aviv og Matthías Vilhjálmsson og lið Rosenborgar.

Úr Meistaradeildinni:
Atlético Madrid, Spáni
Celtic, Skotlandi
CSKA Moskva, Rússlandi
Dortmund, Þýskalandi
Leipzig, Þýskalandi
Napoli, Ítalíu
Spartak Moskva, Rússlandi
Sporting, Portúgal

Úr Evrópudeildinni:
AC Milan, Ítalíu
AEK Aþena, Grikklandi
Arsenal, Englandi
Astana, Kasakstan
Atalanta, Ítalíu
Athletic Bilbao, Spáni
Braga, Portúgal
Dynamo Kyev, Úkraínu
FC Kaupmannahöfn, Danmörku
Lazio, Ítalíu
Lokomotiv Moskva, Rússlandi
Ludogorets, Búlgaríu
Lyon, Frakklandi
Marseille, Frakklandi,
Nice, Frakklandi
Partizan, Serbíu
Rauða stjarnan, Serbíu
Real Sociedad, Spáni
Salzburg, Austurríki
Steaua Búkarest, Rúmeníu
Viktoria Plzen, Tékklandi
Villarreal, Spáni
Zenit Pétursborg, Rússlandi
Östersund, Svíþjóð

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert