Jón Guðni gæti farið frá Norrköping

Jón Guðni, lengst til hægri, í leik með íslenska landsliðinu.
Jón Guðni, lengst til hægri, í leik með íslenska landsliðinu. AFP

Landsliðsmaðurinn Jón Guðni Fjóluson gæti yfirgefið sænska knattspyrnuliðið Norrköping í næsta mánuði.

Norrköping vill framlengja samninginn við Jón Guðna en hann hefur ekki tekið ákvörðun um framtíð sína. Miðvörðurinn kom til Norrköping frá sænska liðinu Sundsvall í fyrra og hefur átt afar góðu gengi að fagna með liðinu. Hann spilaði 29 af 30 leikjum Norrköping á þessu tímabili en liðið endaði í sjötta sæti deildarinnar.

„Þú vilt alltaf spila á hæsta mögulega stigi og ég verð ekki yngri. Ég veit að það er áhugi og ef ég sé eitthvað áhugavert þá mun ég skoða það. En það er langt frá áhuga að undirrituðum samningi,“ segir Jón Guðni í viðtali við sænska blaðið Nörrköping Tidningar.

Í sumar var Jón Guðni meðal annars orðaður við tyrkneska liðið Konyaspor en hann er 29 ára gamall og á 11 leiki að baki með íslenska landsliðinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert