Arsenal fer til Svíþjóðar í Evrópudeildinni

Arsenal-menn eru á leið til Svíþjóðar.
Arsenal-menn eru á leið til Svíþjóðar. AFP

Nú rétt í þessu var dregið í 32ja liða úrslit Evrópudeildarinnar í knattspyrnu. Arsenal var eina enska félagið í pottinum og dróst gegn Östersund frá Svíþjóð.

Að þessu sinni var ekkert Íslendingalið í pottinum þar sem ekkert þeirra komst upp úr riðlakeppninni.

Fyrri leikirnir fara fram þann 8. mars og síðari leikirnir viku síðar. Dráttinn í heild sinni má sjá hér að neðan.

Dortmund (Þýskaland) – Atalanta (Ítalía)
Nice (Frakkland) – Lokomotiv Moskva (Rússland)
FC Kaupmannahöfn (Danmörk) – Atlético Madrid (Spánn)
Spartak Moskva (Rússland) – Athletic Bilbao (Spánn)
AEK Aþena (Grikkland) – Dynamo Kiev (Úkraína)
Celtic (Skotland) – Zenit Pétursborg (Rússland)
Napoli (Ítalía) – Leipzig (Þýskaland)
Rauða stjarnan (Serbía) – CSKA Moskva (Rússland)
Lyon (Frakkland) – Villarreal (Spánn)
Real Sociedad (Spánn) – Salzburg (Austurríki)
Partizan (Serbía) – Viktoria Plzen (Tékkland)
Steaua Búkarest (Rúmenía) – Lazio (Ítalía)
Ludogorets (Búlgaría) – AC Milan (Ítalía)
Astana (Kasakstan) – Sporting (Portúgal)
Östersund (Svíþjóð) – Arsenal (England)
Marseille (Frakkland) – Braga (Portúgal)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert