Matthías og Søder­lund sameinast á ný

Matthías Vilhjálmsson og Alexander Søderlund í leik með FH. Á …
Matthías Vilhjálmsson og Alexander Søderlund í leik með FH. Á milli þeirra er Davíð Þór Viðarsson. Ljósmynd/Ómar Óskarsson

Norski knattspyrnumaðurinn Alexander Søderlund er samkvæmt norskum fjölmiðlum að ganga í raðir Rosenborg á nýjan leik, en hann er á mála hjá franska félaginu St-Étienne. Matthías Vilhjálmsson er á meðal leikmanna Rosenborg. 

Søderlund sló í gegn með Rosenborg þar sem hann skoraði 38 mörk í 63 deildarleikjum á þremur leiktíðum. Þar spilaði hann með Matthíasi í hálft ár. Í kjölfarið keypti St-Étienne landsframherjann, en lítið hefur gengið hjá honum í Frakklandi, eins og þrjú mörk í 40 leikjum í efstu deild gefa til kynna. 

Þeir félagar hafa þó ekki aðeins leikið saman með Rosenborg, því Søderlund lék með FH sumarið 2009. Þar skoraði hann þrjú mörk í 18 leikjum í efstu deild. Matthías skoraði tíu mörk í 22 leikjum sama tímabil og FH varð Íslandsmeistari. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert