„Er gríðarlega ánægður“

Kassim Doumbia í leik með FH-ingum.
Kassim Doumbia í leik með FH-ingum. mbl.is/Eggert

Kassim Doumbia, miðvörðurinn sterki sem á dögunum yfirgaf FH eftir að spilað með félaginu undanfarin fjögur ár, gekk í dag til liðs við Maribor frá Slóveníu.

Doumbia samdi við Maribor til fjögurra ára en Maribor sló FH út í 3. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar í sumar.

„Það verður gaman að spila með Maribor og ég er gríðarlega ánægður að vera búinn að semja við liðið sem ég þekki nú aðeins til eftir að hafa spilað tvisvar sinnum við það í sumar,“ sagði Kassim Doumbia í stuttu spjalli við mbl.is.

Hann vann tvo Íslandsmeistaratitla með FH og setti svo sannarlega svip sinn á Pepsi-deildina þau fjögur ár sem hann lék í deildinni. Hann lék 83 leiki með FH í deild og bikar og skoraði í þeim 11 mörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert