Emil og félagar skelltu toppliðinu

Emil Hallfreðsson í leik með íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu.
Emil Hallfreðsson í leik með íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu. mbl.is/Kjartan Þorbjörnsson/Golli

Emil Hallfreðsson kom inn á sem varamaður á 88. mínútu þegar lið hans, Udinese, vann óvæntan 3:1-sigur gegn Inter Mílanó í ítölsku efstu deildinni í knattspyrnu karla í dag. 

Kevin Lasagna, Rodrigo De Paul og Antonin Barak skoruðu mörk Udinese í leiknum, en það var Mauro Icardi sem sá um markaskorun Inter.  

Inter Mílanó trónir á toppi deildarinnar með 40 stig eftir að hafa leikið 17 leiki. Udinese komst hins vegar upp í 11. sæti deildarinnar með þessum sigri, en liðið hefur 21 stig eftir að hafa spilað 16 leiki.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert