Kostar endalausa vinnu

Emil í leik með Udinese.
Emil í leik með Udinese. Ljósmynd/twitter

„Ég veit svo sem ekki hver lykillinn er. Maður hefur alltaf þurft að leggja helling á sig og hafa mikið fyrir því að vera á þeim stað sem maður er í dag. Þetta er endalaus vinna að halda sér á þessu getustigi,“ segir Emil Hallfreðsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, sem samið hefur við hið fornfræga ítalska félag Udinese um að leika áfram með því til ársins 2020.

Emil, sem er 33 ára gamall, kom fyrst til Ítalíu frá Noregi árið 2007. Algjört einsdæmi er að Íslendingur hafi spilað svo lengi á Ítalíu og er Emil á sinni áttundu leiktíð í A-deildinni og ætti því að ná áratug þar.

„Fyrstu árin í Reggina voru svolítið „spes“. Mér fannst fótboltinn hérna alltaf eiga vel við mig, en maður komst ekki strax inn í menninguna og hugarfarið. Um leið og maður komst inn í það fann ég að þetta væri bara mitt. Ég er búinn að eiga tíu ár hérna og Ítalía er bara mitt annað heimili,“ segir Emil, en eftir að hafa byrjað Ítalíudvöl sína hjá Reggina lék hann eitt tímabil með Barnsley á Englandi, og var svo í sex ár hjá Hellas Verona sem hann fór með úr C-deild og upp í A-deild. Emil hefur svo verið hjá Udinese síðan í janúar 2016, þar sem hann leikur nú undir stjórn Massimos Oddos, sem ráðinn var í nóvember, og félagið er greinilega ánægt með Íslendinginn í sínum herbúðum.

Sjá allt viðtalið við Emil í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert