Heimir fer ekki til Basel

Marcel Koller fylgist með Birki Bjarnasyni á EM í Frakklandi.
Marcel Koller fylgist með Birki Bjarnasyni á EM í Frakklandi. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Heimir Hallgrímsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari, verður ekki næsti stjóri svissneska liðsins Basel. Þetta varð ljóst þegar Marcel Koller var ráðinn í starfið í gær. Heimir hafði verið orðaður við starfið og samkvæmt svissneskum fjölmiðlum ræddi umboðsmaður Heimis við félagið.

Koller hefur stýrt austurríska landsliðinu síðustu sex ár og var hann m.a við stjórnvölinn þegar Ísland og Austurríki mættust á EM í Frakklandi 2016. 

Koller er reynslumikill þjálfari og hefur hann unnið svissnesku deildina með St. Gallen og Grasshopper, ásamt því að stýra Köln og Bochum í Þýskalandi. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert