Ógnarsterkir Tyrkir skelltu Frökkum

Kaan Ayhan (fyrir miðju) fagnar marki sínu í Tyrklandi í …
Kaan Ayhan (fyrir miðju) fagnar marki sínu í Tyrklandi í kvöld. AFP

Tyrkland er komið á topp H-riðilsins í undankeppni EM í knattspyrnu eftir afar sannfærandi 2:0-sigur á Frakklandi í Tyrklandi í kvöld.

Tyrkir, sem mæta á Laugardalsvöllinn á þriðjudaginn, voru ógnarsterkir í kvöld og unnu heimsmeistarana gríðarlega sanngjarnt. Kaan Ayhan kom heimamönnum yfir á 30. mínútu með skalla af stuttu færi áður en Cengiz Under rak smiðshöggið á laglega skyndisókn á 40. mínútu til að tvöfalda forystuna.

Tyrkland er þar með á toppnum með fullt hús stiga, níu talsins, en Frakkar og Íslendingar koma þar á eftir með sex stig. Á þriðjudaginn spila öll sex liðin á sama tíma, Albanía og Moldóva mætast, Frakkland heimsækir botnlið Andorra og Ísland tekur á móti Tyrklandi.

Frakkar náðu sér aldrei á strik í kvöld.
Frakkar náðu sér aldrei á strik í kvöld. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert