Fúlir Tyrkir herja á Íslendinga á netinu

Tyrkir fögnuðu vel og innilega eftir 2:0-sigurinn á Frökkum en …
Tyrkir fögnuðu vel og innilega eftir 2:0-sigurinn á Frökkum en þeir eru síður glaðir í kvöld. AFP

Fúlir stuðningsmenn tyrkneska landsliðsins herja nú á KSÍ og Ísland í gegnum samfélagsmiðla og vanda þar Íslendingum ekki kveðjurnar með kostulegum skilaboðum.

Leikmenn Tyrklands voru óhressir með miklar tafir í Leifsstöð er þeir komu hingað til lands og lýstu þeir yfir óánægju sinni á samfélagsmiðlum. Það hefur kveikt í tyrkneskum knattspyrnuáhugamönnum heima fyrir sem láta nú undarlegar og skondnar kveðjur dynja á facebookvef KSÍ.

Mbl.is hefur tekið saman nokkrar af þessum kveðjum sem hafa að öllum líkindum verið settar í gegnum þýðingarforrit Google en þegar þessi frétt er skrifuð hafa nærri tvö þúsund athugasemdir verið gerðar við nýjustu færslu KSÍ.

Þú skammarlega tíkur. Ég spýta á eyjunni þinni. Klósettið bursta í rassinn þinn,“ skrifar Hasan Fidan á facebookvegg Knattspyrnusambands Íslands en þar koma salernisburstar oft við sögu. „Við munu setja salerni bursta í þig,“ bætti Murat Kurt við.

„Börnin munu ræða við þig,“ bætti Taha Yuksel við og lét fylgja með blaktandi tyrkneskan fána en hundruð hafa gert slíkt hið sama. Þá býður Cihan Akkus Íslendingum í heimsókn til Tyrklands: „Komdu til Istanbúl og við munum gera endaþarmsstýringu með þér!“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert