Glímumaður féll á lyfjaprófi

Dómstóll Íþrótta- og ólympíusambands Íslands hefur úrskurðað Snæ Seljan Þóroddsson, glímumann í fjögurra mánaða keppnisbann í keppnum eða sýningum á vegum ÍSÍ en sýni, sem glímumaðurinn gaf við reglubundið lyfjaeftirlit þann 13. janúar síðastliðinn, reyndist innihalda hormónalyfið efedrín.

Fram kemur í úrskurði dómstólsins, að Snær hafi strax gengist við broti sínu en hann hafði raunar áður haft samband við starfsmann lyfjaeftirlistmála og tjáð honum að hann hefði af vangá tekið inn töflu sem líklega innihélt efedrín. Hann hafði rætt áhyggjur sínar við lykilmenn innan síns félags og sambands áður en niðurstaða barst til lyfjaeftirlitsins. Þá hafi aðilar tengdir félagi Snæs og formaður Glímusambands Íslands borið Snæ söguna vel.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert