Smáþjóðaleikarnir: Ísland í öðru sæti

Þórey Edda Elísdóttir tekur á móti silfurverðlaunum frá Ólafi Rafnssyni …
Þórey Edda Elísdóttir tekur á móti silfurverðlaunum frá Ólafi Rafnssyni forseta ÍSÍ í Mónakó.

Kýpverjar voru sigursælastir á 12. Smáþjóðaleikunum sem lauk í Mónakó í gærkvöld. Alls hlutu Kýpverjar 91 verðlaun á mótinu, 34 gull, 33 silur og 24 brons. Íslendingar urðu í öðru sæti en þeir unnu 76 verðlaun alls, 31 gull, 22 silfur og 23 brons. Lúxemborgarar komu svo næstir en þeir unnu 20 gull, 24 silur og 35 brons.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert