Breiðablik hafði betur í slag Kópavogsliðanna

Leifur Garðarson þjálfari Fylkis fór með sína með til Akureyrar …
Leifur Garðarson þjálfari Fylkis fór með sína með til Akureyrar og fagnaði sigri. mbl.is/Árni

16-liða úrslitum Bikarkeppni KSÍ lauk í kvöld með þremur leikjum. Breiðablik hafði betur í slag Kópavogsliðanna. Staðan var 1:1 eftir venjulegan leiktíma en Breiðablik skoraði tvívegis í framlengingunni. Fylkismenn fóru norður og sigruðu Þórsara 4:1. Þróttarar tóku á móti Keflvíkingum á Valbjarnarvelli og þar sigraði Keflavík 1:0.

Staðan:

Breiðablik 3:1 HK
Kristinn Steindórsson 90., Gunnar Örn Jónsson, Prince Rajcomar - Kristján Ari Halldórsson 39.
Þór 1:4 Fylkir
Ingi Hrannar Heimisson 73. - Valur Fannar Gíslason 40., Andrés Jóhannesson 66., Víðir Leifsson 71., Christian Christiansen 90.
Þróttur 0:1 Keflavík
- Sigurbjörn Hafþórsson 13.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert