MÍ á Sauðárkróki

Góð þátttaka er í 81. Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttum sem fram fer á Sauðárkróki í dag og á morgun. Frjálsíþróttaráð UMSS sér um framkvæmd mótsins að þessu sinni. Keppendur eru fleiri nú en í fyrra þegar 166 tóku þátt í MÍ á Laugardalsvelli og um 30 fleiri en fyrir tveimur árum þegar mótið fór fram á Egilsstöðum.

Keppendur koma frá 14 félögum og héraðssamböndum, flestir frá ÍR eða 45, 40 koma frá FH og 30 frá Breiðabliki.

Allt besta frjálsíþróttafólk landsins tekur þátt í mótinu, að undanskildum Þóreyju Eddu Elíasdóttur úr FH, sem hefur átt við meiðsli í hásinum að stríða, og Sigurbirni Árna Arngrímssyni úr HSÞ, sem er búsettur í Bandaríkjunum.

Búast má við spennandi keppni í flestum greinum og mikilli keppni um Íslandsmeistaratitil félagsliða, bæði í karla- og kvennaflokki. FH-ingar eru núverandi Íslandsmeistarar félagsliða, þeir sigruðu í karlaflokki á sl. ári og í samanlagðri keppni karla og kvenna, en lið ÍR sigraði þá í kvennaflokki.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert